Páfuglafiðrildi með skipi til Sauðárkróks

Það þvælast stundum skrautleg fiðrildi til Íslands. Oftast eru það sterkir suðlægir vindar sem bera þau hingað. Algengast er að sjá þau suðaustanlands. Páfuglafiðrildi fannst á dögunum á Sauðárkróki. Slík fiðrildi eru meðal annars algeng á meginlandi Evrópu. Fiðrildið kom þó ekki svífandi heldur siglandi með skipi frá Rotterdam til Sauðárkróks!

Lesa fréttina